Um Magg

Ari Magg starfrækir ljósmyndastúdíóið Magg ásamt föður sínum, Magnúsi Hjörleifssyni,. Fyrirtækið sem nálgast þrjátíu ára aldur, hét lengst af Studio Magnús og var í Hafnarfirði, Listhúsinu Laugardal, á Snorrabraut. Síðustu sjö árin hefur stúdíóið verið við Hverfisgötuna í hjarta Reykjavíkur.

Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki enda hefur systir Ara, Silja Magg, einnig starfað þar en hún lauk nýverið ljósmyndaranámi frá hinum virta listaháskóla, Parsons í New York. Þess má geta að í byrjun ársins var útnefnd ein af eftirtektarverðustu ungu ljósmyndurum ársins 2011 af hinu þekkta ljósmyndaratímariti PDN. Loks er framkvæmdastjóri Magg, Auður Karitas Ásgeirsdóttir, eiginkona Ara. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2005 og með meistaragráðu frá The New School í New York árið 2007. Síðan þá hefur hún starfað sem stílisti Ara og sem framkvæmdastjóri studiósins frá árinu 2009.

Í stúdíóinu starfa að jafnaði 3-5 manns, tveir ljósmyndarar, aðstoðarljósmyndari, stílisti og framkvæmdastjóri. Þessi liðskipan gerir Magg kleift að taka að sér framleiðslu á stórum sem smáum auglýsingaherferðum. Sem virkur þátttakandi í mótun og ímyndarsköpun fyrir fjölmarga viðskiptavini hefur Magg öðlast víðtæka reynslu á undanförnum áratug. Magg hefur í mörgum tilfellum gegnt lykilhlutverki við þróun heildarútlits og stemmningar í samvinnu við auglýsingastofur, hér heima sem erlendis. Afraksturinn hefur svo verið festur á framúrskarandi ljósmyndir.Árangurinn talar sínu máli: Ljósmyndir og ljósmyndaherferðir Magg hafa unnið til fjölmargra viðurkenninga bæði innanlands og utan. Nægir þar að nefna ljósmyndaherferð 66°Norður sem vann til hinna virtu evrópsku EPICA verðlauna árið 2004 og 2005.

Kúnnahópur Magg er fjölbreyttur og þarfir viðskiptavina eru ólíkar. Jafnframt því að sjá um framleiðslu á stórum auglýsingaherferðum tökum við að okkur hefðbundnari ljósmyndun af ýmsum stærðum og gerðum, t.d. starfsmannamyndatökur og ýmiss konar myndatökur á vegum fyrirtækja. Meðal viðskiptavina Magg má nefna allar helstu auglýsingastofur landsins; EnnEmm, Jónsson & Le'macks, Fíton, Íslensku auglýsingastofuna og Hvíta Húsið auk þeirra verkefna sem unnin hafa verið með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við Ogilvy & Mather, Young & Rubicam í New York og Naked í London. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru meðal viðskiptavina Magg: Síminn, Landsbankinn, 365 miðlar, 66°Norður, Actavis, Icelandair og fleiri. Meðal alþjóðlegra viðskiptavina má finna fyrirtæki á borð við Motorola, Campbell's, William Grant & Sons, Monocle, Time Magazine, Wallpaper, I-D Magazine, The Sunday Times, Observer Magazine og Monopol.

Allar frekari upplýsingar veitir Auður Karitas.

Magg ehf
Hverfisgötu 18a
101 Reykjavík
Tel. +354 561 9690
info@magg.is

Starfsfólk